Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2025 00:11 Selenskí ræddi við fréttamann Fox News í 25 mínútur í kvöld í framhaldi af fundinum með Trump í Hvíta húsinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira