Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 13:02 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins í sjö ár. Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. „Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10