Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:47 Mateta liggur óvígur eftir. Glyn KIRK / AFP Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25