Viðskipti erlent

Skype heyrir brátt sögunni til

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Forritið á að baki tuttugu ára sögu. 
Forritið á að baki tuttugu ára sögu.  EPA

Samskiptaforritinu Skype, sem áður var í fararbroddi á sviði forrita sem buðu upp á myndsímtöl, verður brátt lokað fyrir fullt og allt. 

Forritið hefur verið í eigu Microsoft í fjórtán ár en 22 ár eru síðan forritið var fyrst sett á laggirnar í Eistlandi. 

Í tilkynningu á vef Microsoft segir að mikil framþróun hafi orðið í heimi myndsímtala undanfarin ár. Samskiptaforritið Teams, sem er jafnframt í eigu tæknirisans, hefur rutt sér til rúms og gegnir hér um bil sama tilgangi og Skype en er í senn orðið ómissandi á mörgum vinnustöðum. 

Til þess að koma betur til móts við þarfir notenda hafi verið ákveðið að loka fyrir Skype í maí næstkomandi og benda notendum á Teams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×