Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 07:11 Heimildarmenn New York Times segja ákveðna áhættu felast í ákvörðuninni, sem geri ráð fyrir að Rússar gjaldi líku líkt. Getty/Omar Marques Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira