Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 10:33 Stefan Kraft hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann heilsar upp á kött nágrannans aftur. Kötturinn á myndinni er ekki sá sem beit Kraft. Samsett/Getty Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs. Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal. Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira