Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 3. mars 2025 12:32 Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Norðurslóðir Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun