Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 06:36 Það sauð upp úr í Hvíta húsinu fyrir helgi og samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu virðast komin í hnút. AP/Mystyslav Chemov Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira