Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 06:36 Það sauð upp úr í Hvíta húsinu fyrir helgi og samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu virðast komin í hnút. AP/Mystyslav Chemov Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendingarnar, og vopnapantanir, verði á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu hafi sýnt fram á að þau séu raunverulega reiðubúin til að ganga til friðarviðræðna. Þá hefur Washington Post eftir embættismanni að Trump hafi verið afar skýr varðandi það að hann vilji frið í Úkraínu og að bandamenn þurfi að vera á sömu síðu. Stjórnvöld vilji vera viss um að aðstoð til handa Úkraínu sé að stuðla að friði, ekki frekari átökum. Stjórnvöld í Rússlandi munu án efa fagna ákvörðuninni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður geta nýtt sér stöðuna annars vegar með því að gefa í árásir á Úkraínu og freista þess að sölsa undir sig meira landsvæði og hins vegar með því að halda sig til hlés og sjá hvernig spilast úr deilu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna. Ákvörðun Trump er algjörlega á skjön við yfirlýsingar ráðamanna í Evrópu undanfarna daga en þeir hafa heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Evrópuríkin munu hins vegar ekki geta bætt Úkraínumönnum upp missinn sem ákvörðun Trump hefur í för með sér. Samkvæmt embættismönnum Atlantshafsbandalagsins duga vopnabirgðir Úkraínumanna til ríflega sex mánaða. Úkraína framleiðir um þriðjung af eigin vopnum en er háð íhlutum frá Bandaríkjunum. Þá er vert að geta þess að ársframleiðsla Nató-ríkjanna utan Bandaríkjanna jafnast á við þriggja mánaða framleiðslu Rússa. Stjórnvöld vestanhafs virðast staðráðin í því að bæta samskipti sín við Rússa en greint var frá því í gær að verið væri að leggja drög að því að aflétta refsiaðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira