„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:30 Jonathan David bendir á Hákon Arnar Haraldsson eftir mark gegn Feyenoord í Meistaradeildinni. Getty/Rico Brouwer Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti