Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 09:01 Virgil van Dijk og Mohamed Salah gætu átt eftir að handleika bikarinn í Meistaradeild Evrópu, í München 31. maí. Getty Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina. Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira