Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 11:02 Það kemur ýmislegt upp á yfirborðið í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildaþáttaraðarinnar Vísir/Samsett mynd Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli. Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu þáttaröð Drive to Survive heimildarþáttanna sem verður aðgengileg á streymisveitu Netflix frá og með föstudeginum næstkomandi. Sky Sports hefur fengið að sjá þættina og greinir frá umræddu atviki. Hamilton og Verstappen hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, baráttan þeirra á milli náði hámarki árið 2021 þar sem að Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á mjög svo vafasaman hátt á lokahringnum í síðasta kappakstri tímabilsins í Abu Dhabi. Hamilton var þar hársbreidd frá því að tryggja sér sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum sem hefði séð hann komast á toppinn á lista yfir þá ökuþóra sem hafa unnið flesta heimsmeistaratitla. Nýjasta þáttaröð Drive to Survive tekur mið af síðasta tímabili í Formúlu 1 sem var jafnframt síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hann er nú genginn til liðs við ítalska risann Ferrari, skipti sem vöktu athygli á heimsvísu svo vægt sé til orða tekið. Í einum þáttanna í nýjustu þáttaröð Drive to Survive er skyggnst á bak við tjöldin þar sem að Toto Wolff ræðir það við eiginkonu sína Susie Wolff hvern hann eigi að fá inn í stað Hamilton hjá Mercedes við hlið George Russell eftir að greint var frá skiptum Bretans til Ferrari. Eftir að nöfn ökuþóra á borð við Carlos Sainz og Fernando Alonso hafði borið á góma var röðin komin að Verstappen: „Ég hef ekki talað við hann því ég lofaði Hamilton að tala ekki við hann,“ sagði Wolff. „En ég mun eiga það samtal núna.“ Vitað er að forráðamenn Mercedes fóru í viðræður við Verstappen sem ekkert varð á endanum úr. Þess í stað var ákveðið að veðja á hinn ungan og efnilegan Ítala að nafni Kimi Antonelli.
Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira