Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 10:30 Viðar Halldórsson, formaður FH, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, voru glaðbeittir við undirritun samninga í Skessunni í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á Skessunni, fótboltahöll FH-inga, og nemur kaupverðið samtals 1.190 milljónum króna. Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“ FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Bærinn greiðir fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljónir króna og fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljónir króna. Þá fær FH tæplega 141,7 milljónir við afsal og 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins. Mikið hefur verið rætt um Skessuna, aðferðir og kostnað við byggingu hennar. Ekki síst í lok síðasta árs eftir að fjölmiðlar fjölluðu um úttekt sem Hafnarfjarðarbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að gera. Sú úttekt sýndi meðal annars að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins, Viðars Halldórssonar, og fyrirtækja sem bróðir hans, Jón Rúnar, er í forsvari fyrir. Aðalstjórn FH sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu og sagði aðkomu bræðranna eðlilega, og var á það bent að ekkert knatthús í fullri stærð hefði verið byggt á jafn hagkvæman hátt og Skessan. Um þrekvirki hefði verið að ræða við erfiðar efnahagsaðstæður. Jón Rúnar svaraði einnig fyrir sig með yfirlýsingu og sagði fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að maka krókinn með viðskiptum fyrirtækis hans við FH. Mikil ánægja virtist ríkja í gær þegar skrifað var undir samninga um kaup Hafnarfjarðarbæjar. „Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson sem tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áramótin. „Skessan var byggð með hagkvæmum hætti á sínum tíma og er gott mannvirki sem reynst hefur iðkendum og félaginu vel. Ytri aðstæður hafa hins vegar haft mikil áhrif á framkvæmdir og rekstur og því var nauðsynlegt að stíga þetta skref í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi líkt og við höfum ávallt í forgrunni í okkar ákvarðanatöku,“ segir Valdimar einnig, á vef Hafnarfjarðarbæjar og bætir við: „Við göngum sannfærð og sátt til samninga. Samstarfið við FH hefur ætíð verið farsælt og við einhuga um að halda áfram að byggja upp faglegt og gott starf og góða aðstöðu í Kaplakrika. Við höfum einnig tryggt að þetta forna félag standi styrkari fótum fjárhagslega og geti einbeitt sér að því sem það gerir best; efla öflugt íþróttasamfélag og þjálfa og styrkja börnin okkar til framtíðar. Bærinn sér um viðhald og umgjörð mannvirkisins sem verður sem önnur í eigu bæjarbúa.“
FH Hafnarfjörður Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira