Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar 4. mars 2025 14:01 Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skóla- og menntamál Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun