Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2025 21:04 Eyvindur og Aðalbjörg Rún, kúabændur á Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra með verðlaunin sín frá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri afhenti þeim á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi á Hvolvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira