Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. mars 2025 21:00 Asbjörn Friðriksson fagnar marki FH. vísir / hulda margrét FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. Haukar byrjuðu betur og tóku 5- 1 forystu áður en FH kom sér inn í leikinn. Eftir um tíu mínútur fengu Haukar svo tvær brottvísanir í sömu vörninni, sem FH hefði viljað að nýta sér til að jafna og taka mögulega forystuna, en það gekk ekki því gestirnir klikkuðu úr víti og dauðafæri. Haukum gekk vel í fyrri hálfleik. Vísir / Hulda Margrét Aron Rafn tók fjölda skota í fyrri hálfleik, þar af þrjú víti. Vísir / Hulda Margrét Þegar jafnt varð síðan aftur með liðunum héldu FH-ingar áfram að gera sóknarmistök og misstu Haukana lengra fram úr sér á lokamínútum fyrri hálfleiks. Staðan 16-12 þegar liðin gengu til búningsherbergja. FH komst illa áleiðis í fyrri hálfleik. Vísir / Hulda Margrét FH byrjaði seinni hálfleik hins vegar virkilega vil og var nánast búið að jafna leikinn alveg um leið, en Ásbjörn seinkaði því um stund með töpuðum bolta og tveggja mínútna brottvísun. Daníel Freyr átti góðar vörslur í upphafi seinni hálfleiks sem gaf FH tækifæri á að jafna. Vísir / Hulda Margrét Aðeins um stutta stund þó, því FH-ingar voru búnir að jafna leikinn áður en seinni hálfleikur var hálfnaður, sem skapaði æsispennandi lokamínútur. Hlutirnir fóru að ganga mun betur hjá gestunum í seinni hálfleik. Vísir / Hulda Margrét Leikurinn hélst jafn alveg þar til Jóhannes Berg ákvað að vinna hann fyrir FH-inga með stórskotasýningu síðustu mínúturnar. Hann var algjörlega óstöðvandi með sínum langskotum, skoraði fimm af síðustu sex mörkum FH-inga, og skilaði þeim sigrinum. „Alvöru liðsframmistaða í seinni hálfleik“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FHVísir / Hulda Margrét „Mér líður stórkostlega, ég ætla ekki að neita því. Það er alltaf extra gaman að vinna Hauka“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fljótlega eftir leik. „[Jóhannes Berg] var frábær eins og allt liðið bara í seinni hálfleik. Mér fannst við stíga líka upp varnarlega og Danni [markmaður] frábær líka í seinni hálfleik, alvöru liðsframmistaða í seinni hálfleik.“ Seinni hálfleikur var sannarlega góður hjá FH en þeir voru ekki eins vel spilandi í fyrri hálfleik. Mættu menn ekki nógu gíraðir í nágrannaslaginn? „Jú, sko það mæta allir gíraðir í nágrannaslag. En þú þarft að hitta á rétta spennustigið, við vorum aðeins of svona til baka og ekki nógu aggressívir í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það vorum við bara fjórum mörkum undir, og búnir að klikka á þremur vítum, þannig að við vissum það að ef við næðum nú smá tökum á varnarleiknum myndum við fá móment til að koma okkur inn í þennan leik.“ Sigurinn styrkir stöðu FH á toppi Olís deildarinnar, þrjár umferðir eru eftir og liðið stefnir að sjálfsögðu á að verja deildarmeistaratitilinn. „Það er það sem við stefnum að. Nú ætlum við að brosa í gegnum kvöldið, svo vöknum við bara á morgun og förum að hugsa um Aftureldingu. Það er eina sem við hugsum um sko, það er bara næsti leikur.“ „Við bregðumst ekkert við neinu sem var að gerast inni á vellinum“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét „Við hættum bara að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Verðum bara mjög óagaðir, gerum ekki það sem var lagt upp með í leiknum, vorum að gera þetta flóknara fyrir okkur en við þyrftum, tókum heilt yfir lélegar ákvarðanir og ekki bara einu sinni heldur hélt þetta áfram og áfram. Ég er svekktur með það“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, fljótlega eftir leik. „16-12 yfir í hálfleik og mér fannst við með algjör tök á leiknum, þeir í tómu ströggli sóknarlega, en svo bara héldum við þetta ekki út. Það er bara augljóst. Ég veit ekki hvað hann [Jóhannes Berg] skoraði mikið þarna og við bregðumst ekkert við neinu sem var að gerast inni á vellinum, ég er mjög óánægður með það. Að hleypa þessu í þetta sem varð, já, ég er bara mjög svekktur með mína menn.“ „Við eigum bara ekki annarra kosta völ en að vinna þá leiki sem eru eftir… Andskotinn hafi það, ég ætla að vona að mitt lið komi og langi að svara fyrir það sem gerðist í seinni hálfleiknum í dag,“ sagði Ásgeir einnig. Olís-deild karla Haukar FH
FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. Haukar byrjuðu betur og tóku 5- 1 forystu áður en FH kom sér inn í leikinn. Eftir um tíu mínútur fengu Haukar svo tvær brottvísanir í sömu vörninni, sem FH hefði viljað að nýta sér til að jafna og taka mögulega forystuna, en það gekk ekki því gestirnir klikkuðu úr víti og dauðafæri. Haukum gekk vel í fyrri hálfleik. Vísir / Hulda Margrét Aron Rafn tók fjölda skota í fyrri hálfleik, þar af þrjú víti. Vísir / Hulda Margrét Þegar jafnt varð síðan aftur með liðunum héldu FH-ingar áfram að gera sóknarmistök og misstu Haukana lengra fram úr sér á lokamínútum fyrri hálfleiks. Staðan 16-12 þegar liðin gengu til búningsherbergja. FH komst illa áleiðis í fyrri hálfleik. Vísir / Hulda Margrét FH byrjaði seinni hálfleik hins vegar virkilega vil og var nánast búið að jafna leikinn alveg um leið, en Ásbjörn seinkaði því um stund með töpuðum bolta og tveggja mínútna brottvísun. Daníel Freyr átti góðar vörslur í upphafi seinni hálfleiks sem gaf FH tækifæri á að jafna. Vísir / Hulda Margrét Aðeins um stutta stund þó, því FH-ingar voru búnir að jafna leikinn áður en seinni hálfleikur var hálfnaður, sem skapaði æsispennandi lokamínútur. Hlutirnir fóru að ganga mun betur hjá gestunum í seinni hálfleik. Vísir / Hulda Margrét Leikurinn hélst jafn alveg þar til Jóhannes Berg ákvað að vinna hann fyrir FH-inga með stórskotasýningu síðustu mínúturnar. Hann var algjörlega óstöðvandi með sínum langskotum, skoraði fimm af síðustu sex mörkum FH-inga, og skilaði þeim sigrinum. „Alvöru liðsframmistaða í seinni hálfleik“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FHVísir / Hulda Margrét „Mér líður stórkostlega, ég ætla ekki að neita því. Það er alltaf extra gaman að vinna Hauka“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fljótlega eftir leik. „[Jóhannes Berg] var frábær eins og allt liðið bara í seinni hálfleik. Mér fannst við stíga líka upp varnarlega og Danni [markmaður] frábær líka í seinni hálfleik, alvöru liðsframmistaða í seinni hálfleik.“ Seinni hálfleikur var sannarlega góður hjá FH en þeir voru ekki eins vel spilandi í fyrri hálfleik. Mættu menn ekki nógu gíraðir í nágrannaslaginn? „Jú, sko það mæta allir gíraðir í nágrannaslag. En þú þarft að hitta á rétta spennustigið, við vorum aðeins of svona til baka og ekki nógu aggressívir í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það vorum við bara fjórum mörkum undir, og búnir að klikka á þremur vítum, þannig að við vissum það að ef við næðum nú smá tökum á varnarleiknum myndum við fá móment til að koma okkur inn í þennan leik.“ Sigurinn styrkir stöðu FH á toppi Olís deildarinnar, þrjár umferðir eru eftir og liðið stefnir að sjálfsögðu á að verja deildarmeistaratitilinn. „Það er það sem við stefnum að. Nú ætlum við að brosa í gegnum kvöldið, svo vöknum við bara á morgun og förum að hugsa um Aftureldingu. Það er eina sem við hugsum um sko, það er bara næsti leikur.“ „Við bregðumst ekkert við neinu sem var að gerast inni á vellinum“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét „Við hættum bara að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Verðum bara mjög óagaðir, gerum ekki það sem var lagt upp með í leiknum, vorum að gera þetta flóknara fyrir okkur en við þyrftum, tókum heilt yfir lélegar ákvarðanir og ekki bara einu sinni heldur hélt þetta áfram og áfram. Ég er svekktur með það“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, fljótlega eftir leik. „16-12 yfir í hálfleik og mér fannst við með algjör tök á leiknum, þeir í tómu ströggli sóknarlega, en svo bara héldum við þetta ekki út. Það er bara augljóst. Ég veit ekki hvað hann [Jóhannes Berg] skoraði mikið þarna og við bregðumst ekkert við neinu sem var að gerast inni á vellinum, ég er mjög óánægður með það. Að hleypa þessu í þetta sem varð, já, ég er bara mjög svekktur með mína menn.“ „Við eigum bara ekki annarra kosta völ en að vinna þá leiki sem eru eftir… Andskotinn hafi það, ég ætla að vona að mitt lið komi og langi að svara fyrir það sem gerðist í seinni hálfleiknum í dag,“ sagði Ásgeir einnig.