Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 21:09 Fjölnismenn lifa enn í voninni um að ná að halda sér í deildinni. Vísir/Diego Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni. Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk. Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Sjá meira
Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk.
Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Sjá meira