Eldrauður dagur í Kauphöllinni Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 16:53 Staðan var verri í lok dags en þegar kauphallarbjöllunni frægu var hringt í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag. Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada. Markaðurinn hér heima fór ekki varhluta af tíðindunum en sjaldséður alrauður dagur var í Kauphöllinni. Ekkert félag slapp við lækkun hlutabréfaverðs en fiskeldisfélagið Kaldvík slapp billegast með lækkun upp á 0,39 krónur í örviðskiptum upp á þrjár milljónir króna. Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjá mánuði Úrvalsvísitalan, sem lækkaði um 3,95 prósent í dag og stendur í 2.747,71 stigi, hefur ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra. Gengi hlutabréfa í Oculis, sem hefur hækkað verulega síðan félagið var skráð á markað í apríl í fyrra, lækkaði mest allra félaga í dag eða um 7,3 prósent. Félagið er bæði skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Annað slíkt félag er Alvotech en gengi þess lækkaði næstmest eða um 6,31 prósent. Gengi bréfa í þriðja tvískráða félaginu, JBT Marel, lækkaði heldur minna en þó um 4,89 prósent og það í viðskiptum upp á aðeins tíu milljónir króna. Velta með bréf hinna tveggja var talsvert meiri. Lítið hreyfing með bréf Play en talsverð lækkun Icelandair lækkaði þriðja mest allra félaga, um 6,3 prósent í ríflega 100 milljóna króna viðskiptum. Hitt flugfélagið, Play, lækkaði litlu minna, um 6,08 prósent en það í nánast engum viðskiptum. Þá má nefna að gengi bréfa námafélagsins Amaroq á Grænlandi lækkaði um 5,65 prósent í dag.
Kauphöllin Bandaríkin Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira