Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Vísir/Anton Brink Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Forseti Íslands Rekstur hins opinbera Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira