Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 22:50 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu á móti Borussia Dortmund í kvöld. AFP/INA FASSBENDER Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira