Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 08:56 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir margar tillögurnar hljóma mjög kunnuglega í sín eyru. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra voru kynntar í gær og kom fram að hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í ríkisrekstrinum næstu fjögur árin. Kynntar voru sextíu hagræðingartillögur, en forsætisráðherra skipaði hagræðingarhópinn í lok janúar til að fara yfir um tíu þúsund hagræðingartillögur sem sendar voru inn í samráðsgátt stjórnvalda. Kunnuglegar tillögur Guðrún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri búin að renna yfir tillögurnar og fylgdist sömuleiðis með blaðamannafundinum. „Ég auðvitað fagna öllum þeim tillögum sem koma fram um það að minnka ríkisrekstur og minnka báknið hér á landi. En maður getur auðvitað líka spurt sig að því: Er þetta raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum,“ spyr Guðrún. Hún segir að þarna séu margar tillögur sem að hljómi mjög kunnuglega í sín eyru. „Þarna eru til dæmis hagræðingartillögur sem ég var með á þingmálaskrá hjá mér fyrir áramót eins og til dæmis sameining héraðsdómstólanna. Þarna er verið að tala um sameiningu háskóla, sameiningu lögregluembætta og margt annað sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir í mjög mörg ár. Eins og til dæmis að minnka gullhúðun.“ Ríkisreksturinn þjóni borgurunum en ekki kerfinu Guðrún segist sömuleiðis benda á að þetta séu enn sem komið er bara tillögur. „Það er talað um sjötíu milljarða á fjórum eða fimm árum. Það á algerlega eftir að taka þessar tillögur, fara með þær inn í vinnuhóp og verðmeta þær. Þannig að þessi tala er nú ekki meitluð í stein.“ En munið þið styðja tillögur sem koma þarna fram, tillögur sem þið Sjálfstæðismenn hafi áður lagt fram? „Við Sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu styðja allar góðar tillögur í þá veruna að minnka ríkisrekstur, ná fram hagræðingu. Ég vil líka fá að nefna í blálokin að þessar tillögur þær eiga ekki að miða að því bara að hagræðingu heldur eiga þær að miða að því að ríkisrekstur á Íslandi sé minni, hann sé skilvirkur og hann þjóni borgurunum fyrst og síðast en ekki kerfinu,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27