Viðskipti innlent

Ráðinn yfir­verk­efna­stjóri Colas

Atli Ísleifsson skrifar
Ingjaldur Örn Pétursson.
Ingjaldur Örn Pétursson. Aðsend

Ingjaldur Örn Pétursson hefur tekið við stöðu yfirverkefnastjóra hjá Colas.

Í tilkynningu kemur fram að Ingjaldur sé með B.Sc gráðu í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá sama skóla árið 2024. 

„Hann hefur starfað við vegagerð allt frá menntaskólaárum og hóf störf sem sumarstarfsmaður hjá Colas árið 2011.

Ingjaldur hefur hann aflað sér víðtækrar reynslu á flestum sviðum fyrirtækisins og sótt stjórnendaskóla Colas í Evrópu. Undanfarin ár hefur hann verið einn af verkefnastjórum fyrirtækisins og sem slíkur hefur hann stýrt mörgum vandasömustu verkefnum félagsins. Má þar nefna malbikun flugvalla og jarðganga. Endurnýjun slitlags á Egilstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli eru þar á meðal,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×