Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 12:05 Halldór Benjamín er forstjóri Heima. Vísir/Vilhelm Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Í tilkynningu Heima til Kauphallar segir að lánið sé veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmára 12, sem sé ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Breyta verslunarkjarna í heilsukjarna Undanfarin ár hafi Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í nútímalega 4.830 fermetra heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 fermetra viðbyggingu. Húsnæðið hýsi nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og sé eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dragi meðal annars úr þörf sjúklinga á að ferðast til Reykjavíkur. Húsið hafi verið tekið í fulla notkun í júní 2024 og starfsemin í húsinu hafi orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Stækka Sóltún Lánið muni einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verði aukin úr 6.870 fermetrum í 10.360 fermetra og muni 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar muni hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og komi til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og áætlað sé að þeim ljúki seint á árinu 2027. Skrifstofur við Smáralind Þá muni lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágrenni við Smáralind. Um sé að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið komi til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað sé að framkvæmdunum ljúki haustið 2025. Fyrsta íslenska skuldabréfið í tvo áratugi „Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi,“ er haft eftir André Küüsvek, forstjóra og framkvæmdastjóra NIB. Á dögunum var greint frá því að NIB hefði veitt Ljósleiðaranum fjögurra milljarða króna lán sem fjármagnað var með útgáfu græns skuldabréfs upp á 8,5 milljarða íslenskra króna. Því er ljóst að sú útgáfa er uppurin með láninu til Heima. „Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima.
Heimar fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira