Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 13:46 James Wade teygði út tunguna og sleikti háls Luke Humphries fyrir viðureign þeirra. Samsett/Getty/Skjáskot Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade. Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson. Pílukast Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson.
Pílukast Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira