Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2025 20:44 Flugvélin var við það að snerta flugbrautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu hreyflunum fullt afl. Egill Aðalsteinsson Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43
Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30