„Þetta var gott próf fyrir okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var brattur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
„Við erum gríðarlega sterkar í teignum og réðumst á þær þar. Vörnin varð síðan betri og við vorum að mæta særðu dýri og þær eru mjög góðar og með marga landsliðsmenn. Þetta var gott próf fyrir okkur og ég er hrikalega ánægður með að við höfum klárað þetta,“ sagði Einar Árni í viðtali eftir leik. Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir í hálfleik og Einar sagði við sínar stelpur í hálfleik að það væri ekki eitthvað sem þær ættu að pirra sig á. „Við töluðum um það að tveggja stiga leikur væri ekki neitt til þess að pirra sig á. Okkur fannst við eiga mikið inni og það var áhyggjuefni eftir þriðja leikhluta hvað þær voru að skora mikið. Við tókum þátt í þessum hraða leik og létum reyna á okkur á mismunandi stöðum eins og að Brittany Dinkins lenti í villuvandræðum. Við leystum vandamálin sem við þurftum að takast á við mjög vel.“ Jasmine Dickey, leikmaður Keflavíkur, datt út vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiks en Einar var hræddari við liðið fyrir vikið. „Ég var hræddari við stöðuna í rauninni. Hún var geggjuð í fyrri hálfleik og tekur mikið til sín og skorar mikið en aðrar vissu að þær þurftu að stíga upp og gerðu það margar. Þá urðu þær hættulegar.“ Einar var afar ánægður með hvernig hans lið svaraði eftir að Keflavík minnkaði muninn niður í fjögur stig undir lokin. „Við sýndum flotta yfirvegun, vorum skynsamar og nýttum okkar styrkleika. Við fórum í þau svæði sem við vissum að við ættum að ráðast á og gerðum það vel,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira