Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2025 11:41 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir fækkun hæstaréttardómara, líkt og hagræðingarhópur hefur lagt til við ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45