Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 15:14 Íbúar Laugardals hafa ítrekað kvartað yfir Sunnutorgi vegna þess hve mikið lýti það er á hverfinu í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu