Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 22:00 Rúmenska landsliðskonan Sorina Maria Grozav missti meðvitund eftir slæmt samstuð í kvöld. Getty/Alex Nicodim Sex síðustu mínúturnar í vináttulandsleik Svía og Rúmeníu í handbolta kvenna í kvöld voru ekki spilaðar. Leik var hætt eftir að tveir leikmenn rúmenska liðsins rákust illa saman. Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum. Sænski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Rúmenska handboltakonan Sorina Grozav var að hlaupa til baka í vörn en hljóp á markvörðinn sinn sem var komin út úr markinu. Báðar voru þær að horfa á boltann. Eftir samstuðið þá lá Grozav eftir á gólfinu en læknalið liðanna hlupu inn á völlinn henni til aðstoðar. SVT.se Leikmenn og starfsmenn komu líka á staðinn og sáu til þess að áhorfendur sáu ekki hvað var í gangi. Tomas Axnér, landsliðsþjálfari Svía, sagði að Grozav hafi verið með meðvitund þegar hún var borin út úr salnum. „Það er alltaf áhættusamt þegar markvörðurinn kemur út úr teignum. Það var virkilega sorglegt að þetta kom fyrir,“ sagði Axnér við SVT Þegar leik var hætt þá var staðan 36-28 fyrir Svía. „Hún missti meðvitund um tíma en leið ágætlega eftir atvikum þegar hún var flutt á sjúkrahúsið. Hún er í rannsóknum þar og bíður eftir niðurstöðunum,“ sagði Daniel Vandor, blaðamannafulltrú sænska sambandsins. „Það eru allir í áfalli þegar svona gerist. Sem betur fer er það ekki algengt. Þetta er samt mjög óhugnanlegt,“ sagði Vandor. Aftonbladet segir frá. „Það sá enginn tilganginn með því að halda áfram leik. Liðin töluðu saman og sættust á að hætta leik,“ sagði Vandor. Þetta var tímamótaleikur hjá goðsögninni Jamina Roberts. Roberts varð í kvöld leikjahæsta kona sænska landsliðsins frá upphafi því hún lék í kvöld sinn 255. landsleik. Roberts spilar númer átta og leikurinn var stöðvaður á áttundu mínútu. Hún fékk þá mikið lófaklapp frá öllum í salnum.
Sænski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira