Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 8. mars 2025 07:31 Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Jafnréttismál Þjóðkirkjan Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun