Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 17:03 Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og forstjóri Justikal. Vísir/Vilhelm Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna. Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna.
Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira