Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 17:03 Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og forstjóri Justikal. Vísir/Vilhelm Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna. Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna.
Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira