Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 23:17 Joshua Homberg er ekki með neitt húðflúr á brjóstkassanum ólíkt við tvíburarbróður sinn. @joshua_k._homberg Það getur verið gott að vera eineggja tvíburi en það gefur þó ekki viðkomandi rétt á því að svindla í íþróttum. Það fengu þýskir tvíburar að finna á eigin skinni á dögunum og geta nú afskrifað það að keppa aftur í sinni íþrótt það sem eftir lifir ævinnar. MMA heimurinn í Þýskalandi uppgötvaði nefnilega óvenjulegt tvíburasvindl á dögunum. Það ætti samt að hafa verið svolítið grunsamlegt þegar Joshua Homberg nokkur mætti í bardagann sinn með nýtt húðflúr á bæði brjóstkassa og framhandlegg. Myndin af tvíburabræðrunum í frétt Bild.Bild Enginn áttaði sig þó á þessu fyrr en eftir bardagann og nú hefur þetta verið kallað stærsta hneykslið í sögu blandaðra bardagaíþrótta. Þýska blaðið Bild segir frá ævintýrum tvíburabræðranna í áhugamannamóti á dögunum. Þeir skiptu þá um hlutverk. Það kom þó ekki til af góðu þar sem Joshua Homberg var meiddur eftir undanúrslitabardaga sinn. Homberg komst í úrslitin eftir þriggja lotna bardaga á móti Aleksandr Grujic þar sem hann vann á endanum á stigum. Homberg meiddist á fæti í bardaganum og úrslitabardaginn var aðeins tveimur klukkutímum síðar. Homberg var engu að síður mættur í úrslitabardagann og vann hann á hörku sparki. Allt í einu fóru áhorfendur að taka eftir húðflúrunum sem þau höfðu ekki séð á honum nokkrum klukkutímum fyrr. Ástæðan var einföld, það var ekki Joshua Homberg sem barðist heldur tvíburabróðir hans Jeremias. Jeremias reyndi að fela húðflúr sín með handklæði eftir bardagann og Joshua var í hettupeysu. Þeir komust þó ekki upp með svindlið og það var þeim rándýrt. Báðir bræðurnir hafa nú verið dæmdir í lífstíðarbann. ”Sportens största skandal” – Tvillingbröder böt plats under MMA-turnering - Den omtalade tyska fajtern Joshua Homberg, korades till mäst Läs hela artikeln här: https://t.co/LhgohjG9ka— Kimura Crew (@kimurasweden) March 7, 2025 MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
Það fengu þýskir tvíburar að finna á eigin skinni á dögunum og geta nú afskrifað það að keppa aftur í sinni íþrótt það sem eftir lifir ævinnar. MMA heimurinn í Þýskalandi uppgötvaði nefnilega óvenjulegt tvíburasvindl á dögunum. Það ætti samt að hafa verið svolítið grunsamlegt þegar Joshua Homberg nokkur mætti í bardagann sinn með nýtt húðflúr á bæði brjóstkassa og framhandlegg. Myndin af tvíburabræðrunum í frétt Bild.Bild Enginn áttaði sig þó á þessu fyrr en eftir bardagann og nú hefur þetta verið kallað stærsta hneykslið í sögu blandaðra bardagaíþrótta. Þýska blaðið Bild segir frá ævintýrum tvíburabræðranna í áhugamannamóti á dögunum. Þeir skiptu þá um hlutverk. Það kom þó ekki til af góðu þar sem Joshua Homberg var meiddur eftir undanúrslitabardaga sinn. Homberg komst í úrslitin eftir þriggja lotna bardaga á móti Aleksandr Grujic þar sem hann vann á endanum á stigum. Homberg meiddist á fæti í bardaganum og úrslitabardaginn var aðeins tveimur klukkutímum síðar. Homberg var engu að síður mættur í úrslitabardagann og vann hann á hörku sparki. Allt í einu fóru áhorfendur að taka eftir húðflúrunum sem þau höfðu ekki séð á honum nokkrum klukkutímum fyrr. Ástæðan var einföld, það var ekki Joshua Homberg sem barðist heldur tvíburabróðir hans Jeremias. Jeremias reyndi að fela húðflúr sín með handklæði eftir bardagann og Joshua var í hettupeysu. Þeir komust þó ekki upp með svindlið og það var þeim rándýrt. Báðir bræðurnir hafa nú verið dæmdir í lífstíðarbann. ”Sportens största skandal” – Tvillingbröder böt plats under MMA-turnering - Den omtalade tyska fajtern Joshua Homberg, korades till mäst Läs hela artikeln här: https://t.co/LhgohjG9ka— Kimura Crew (@kimurasweden) March 7, 2025
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira