Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 21:02 Katrin Ivanova, Vanya Gaberova og Tihomir Ivanchev voru dæmd sek fyrir njósnir. AP Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum. Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum.
Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira