Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 16:36 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur og núna íþróttastjóri félagsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, hefur aukið við sig hjá félaginu og verið ráðinn íþróttastjóri þess. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga þar sem segir að Einar Árni verði í hlutastarfi til að byrja með, samhliða kennslu í Njarðvíkurskóla, en færast yfir í fullt starf þegar skólaárinu lýkur í sumar. Einar Árni hóf þjálfaraferil sinn árið 1993 og er nú með Njarðvíkurkonur í 2. sæti Bónus-deildarinnar, eftir sjö sigra í röð, og í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hann hefur einnig þjálfað hjá Hetti, Þór Þorlákshöfn og Breiðabliki auk þess að gegna stöðu yfirþjálfara yngri landsliða hjá KKÍ. Í tilkynningu Njarðvíkinga segir að Einar leggi ríka áherslu á mikilvægi stefnumótunar félagsins í heild og sé tilbúinn að leiða þá vinnu í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins og stjórnir deilda. Einar komi inn með mikilvæga reynslu og ástríðu fyrir því að byggja upp sterka liðsheild og menningu innan Ungmennafélagsins Njarðvíkur. „Ég tel að reynsla mín í stjórnun, bæði í þjálfun og kennslu, muni koma sér vel í þessu starfi. Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta krefjandi verkefni og hjálpa UMFN að ná nýjum hæðum,“ segir Einar. „Við erum afar spennt fyrir því að fá Einar inn í þetta hlutverk. Hans reynsla og þekking á íþróttastarfinu er ómetanleg fyrir félagið. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur byggt upp öfluga liðsheild og við hlökkum mikið til samstarfsins,“ segir Hámundur Örn Helgason, framkvæmdastjóri UMFN. UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga þar sem segir að Einar Árni verði í hlutastarfi til að byrja með, samhliða kennslu í Njarðvíkurskóla, en færast yfir í fullt starf þegar skólaárinu lýkur í sumar. Einar Árni hóf þjálfaraferil sinn árið 1993 og er nú með Njarðvíkurkonur í 2. sæti Bónus-deildarinnar, eftir sjö sigra í röð, og í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hann hefur einnig þjálfað hjá Hetti, Þór Þorlákshöfn og Breiðabliki auk þess að gegna stöðu yfirþjálfara yngri landsliða hjá KKÍ. Í tilkynningu Njarðvíkinga segir að Einar leggi ríka áherslu á mikilvægi stefnumótunar félagsins í heild og sé tilbúinn að leiða þá vinnu í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins og stjórnir deilda. Einar komi inn með mikilvæga reynslu og ástríðu fyrir því að byggja upp sterka liðsheild og menningu innan Ungmennafélagsins Njarðvíkur. „Ég tel að reynsla mín í stjórnun, bæði í þjálfun og kennslu, muni koma sér vel í þessu starfi. Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta krefjandi verkefni og hjálpa UMFN að ná nýjum hæðum,“ segir Einar. „Við erum afar spennt fyrir því að fá Einar inn í þetta hlutverk. Hans reynsla og þekking á íþróttastarfinu er ómetanleg fyrir félagið. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur byggt upp öfluga liðsheild og við hlökkum mikið til samstarfsins,“ segir Hámundur Örn Helgason, framkvæmdastjóri UMFN.
UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira