Sport

Ein af ungu stjörnum Chiefs hand­tekin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fór með Chiefs alla leið í Ofurskálina og skoraði þar tvö snertimörk í tapinu gegn Philadelphia Eagles.
Fór með Chiefs alla leið í Ofurskálina og skoraði þar tvö snertimörk í tapinu gegn Philadelphia Eagles. Cooper Neill/Getty Images

Hinn 21 árs gamli Xavier Worthy, útherji Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, var handtekinn á föstudag. Hann er sakaður um að hafa þrengt að öndunarvegi konu á heimili sínu. 

Það er The Athletic sem greinir frá. Brotið er talið alvarlegt og verði hann fundinn sekur er um að ræða fangelsisvist á bilinu tvö til tíu ár. Þá þarf hann að borga tíu þúsund Bandaríkjadali eða tæplega eina og hálfa milljón íslenskra króna.

Lögmenn Worthy segja hann saklausan og að konan sem saki hann um verknaðinn sé að reyna kúga úr honum fé. Worthy hafði sagt téðri konu upp eftir að kom í ljós að hún var honum ótrú. Hún neitaði að yfirgefa heimili hans og hafi reynt að kúga úr honum fé með ýmsum hætti áður en hún lagði fram kæruna.

Chiefs og NFL-deildin vita af málinu en hafa ekki tjáð sig um það.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×