Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Lýður Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46
Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07