Hundur í hjólastól í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 20:06 Anika Lind Olsen Halldórsdóttir með hvolpinn Arlos, sem fer meðal annars ferða sinna í sérstökum hundahjólastól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira