„Þetta félag mun aldrei deyja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 20:16 Rúben Amorim, þjálfari Man United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Eftir dapran fyrri hálfleik komust Rauðu djöflarnir yfir gegn gangi leiksins þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti úr aukaspyrnu. Markið kom í blálok fyrri hálfleiks og virtist gefa lærisveinum Amorim trú, nokkuð sem hefur skort undanfarið. Þó leikurinn hafi endað 1-1 þá fengu heimamenn betri færi en oft áður og gátu verið svekktir með aðeins eitt stig. „Mér fannst við spila vel. Auðvitað viljum við ekki þurfa að verjast svona mikið og láta andstæðinga okkar hafa boltann,“ sagði Amorim eftir leik en sagði þó að leikskipulagið hefði litast af þeim leikmönnum sem voru leikfærir. „Victor Lindelöf hefur til að mynda ekki spilað mikið og Casemiro líður betur í svona leikjum.“ Casemiro fann sig ágætlega á miðjunni.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Þetta snýst líka um andstæðinginn. Síðast pressuðu þeir maður á mann út um allan völl geng PSV í Meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að spila gegn því. Við eigum leikmenn sem njóta sín vel í skyndisóknum, Alejandro Garnacho átti virkilega góðan leik.“ „Þegar maður fær á sig mark þá þreytast leikmenn. Við reyndum að velja réttu augnablikin til að pressa hátt.“ Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag) „Sem þjálfari Manchester United getur maður ekki spilað of mikið á þennan hátt. Maður verður að reyna vinna leiki. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsfólkið og maður verður að takast á við það að taka ákvarðanir sem eru ekki alltaf vinsælar.“ Nokkur þúsund mótmæltu eignarhaldi Man United fyrir leik. Amorim var spurður út í það. „Þetta félag mun aldrei deyja, það er nokkuð ljóst. Maður finnur það út á götu. Þetta er stórfyrirtæki og mögulega finnst öllu stuðningsfólki deildarinnar erfiðara að komast á leiki og að það sé að borga meira fyrir miða á völlinn.“ „Við viljum gefa þeim allt sem við eigum. Í framtíðinni munum við ekki spila eins og í dag. Við vorum svo nálægt því að skora annað mark í síðari hálfleik. Við sýndum mikinn baráttuanda og ég tel það mikilvægt. Við þrýstum liðinu fram á við en ekki til baka. Við komumst í aðstæður til að vinna leikinn.“ Að endingu var Amorim spurður út í 18 ára miðvörðinn Ayden Heaven sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. „Hann spilaði virkilega vel að mínu mati. Honum líður vel á boltanum, er rólegur en samt sem áður aggressífur þegar kemur að því að vinna boltann. Ég tel okkur vera með virkilega góðan leikmann í höndunum.“ Ayden Heaven kom inn í hálfleik vegna meiðsla Leny Yoro.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Altay Bayindir Tom Heaton Amad Diallo Jonny Evans Harry Maguire Kobbie Mainoo Lisandro Martínez Mason Mount Luke Shaw Manuel Ugarte Patrick Dorgu (Tók út leikbann í dag)
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32