Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2025 07:01 Jack Grealish fór út á lífið í Newcastle nýverið. Mike Egerton/Getty Images Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira