Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 10. mars 2025 15:30 Adams hefur fundið sér nýtt félag en Allen og Garrett fá metháar fjárhæðir. Samsett/Getty Gengið hefur á ýmsu síðustu daga á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar. Stærstu samningar sögunnar hafa verið undirritaðir sem og rándýr leikmannaskipti. Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira