Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar 11. mars 2025 13:15 Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun