„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:00 Soffía Sigurgeirsdóttir hjá Langbrók spyr hvort við viljum vera þjóðin sem kaupir til að henda - svo mikil sé ofneyslan á Íslandi. Þó erum við komin af fólki sem kunni vel að nýta hlutina og mögulega sé samtalið um neysluhyggjuna samtal sem þjóðin þarf að fara að taka. Vísir/RAX „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. En síðan er þjóðin að hegða sér allt öðruvísi; neyslan er gífurleg, sóunin er alltof mikil og kannski er einfaldlega kominn tími á að við sem samfélag förum að taka þetta samtal. Eða viljum við vera þjóðin sem kaupir til að henda?“ Enda segir Soffía hegðunarmynstrið í raun grafa undan þeirri ímynd og því vörumerki sem Ísland er. „Ísland er í raun ekkert öðruvísi en hvert annað fyrirtæki í rekstri. Ísland er vörumerki með ákveðna ímynd. Neysluhyggjan sem hér ríkir er hins vegar hegðunarmynstur sem getur auðveldlega skapað þessu vörumerki orðsporsáhættu. Því ofneysla fólks er í algjörri mótsögn við þá hreinu og ómenguðu ímynd sem við erum að státa okkur af því að vera,“ segir Soffía og setur þannig í samhengi dæmi um hvernig allir þurfa að huga að sjálfbærni sem málefni sem kemur að okkur öllum; fyrirtækjum og einstaklingum. Í maí verða niðurstöður Sjálfbærniássins kynntar en Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Þessu tengt, fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í dag og á morgun. Gildi ömmu og afa Soffía segir sjálfbærnimálin vera málefni sem komi okkur öllum við: Alltaf og alls staðar. Þau séu okkur því aldrei óviðkomandi og Sjálfbærniásinn sé mælikvarði til að meta viðhorf neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja, samhliða því að hvetja fyrirtæki til að huga enn betur að sjálfbærnimálum í sinni starfsemi. Að Sjálfbærniásinum standa Langbrók, rannsóknarfyrirtækið Prósent og Stjórnvísi en sambærilegar mælingar eru til erlendis. „Í grunninn snúast sjálfbærnimálin um að ef mannkynið á að geta búið áfram á þessari jarðarkringlu, þurfum við að að sporna betur við sóun og draga verulega úr þessum umhverfisáhrifum sem atvinnulífið og við sem samfélag erum að hafa á umhverfið. Þetta er einfaldlega óumflýjanleg staðreynd,“ segir Soffía. Enda sjaldan sem góð vísa er of oft tekin. Þó eru mótsagnirnar víða; Eins og vanti betur að setja hlutina alltaf í meira samhengi. Soffía nefnir dæmi: „Við erum að upplifa meiri ofsaveður en áður, úrkoma hefur aukist, aurskriður og fleiri hamfarir. Allt eru þetta mjög skýr dæmi um það hvernig loftlagsáhrifin eru að hafa áhrif á Íslandi. Á sama tíma sjáum við fréttir um að fólk er í auknum mæli að panta vörur af netinu, jafnvel þannig að stundum er vörum hent á Sorpu án þess að búið sé að taka plastumbúðirnar af þeim.“ Íslendingar séu þó með alla burði til að verða fremstir meðal þjóða í sjálfbærni. „Við komum af fólki sem var þekkt fyrir nýtni. Nýtni er því hluti af DNA-inu okkar en mögulega þurfum við að fara að draga þessi gömlu góðu gildi aftur fram og virkja okkur í þessari nýtni. Til dæmis með því að spyrja okkur stundum: Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Soffía nefnir sem dæmi hvernig fyrirhuguð vopnavæðing Evrópu getur haft áhrif á virðiskeðju fyrirtækja. En fyrirtæki sem hafa innleitt sjálfbærni í rekstur sinn eru hins vegar betur í stakk búin til að takast á við hið óvænta, það hafi Covid sýnt.Vísir/RAX Sjálfbærnin í samhengi við fréttir og tíðaranda Í dag segir Soffía það þó staðreynd að ekkert fyrirtæki í rekstri getur leyft sér að huga ekki að sjálfbærnimálum. Mælingar alls staðar í heiminum sýni að þessar kröfur muni eingöngu aukast. „Ekki síst yngri kynslóðirnar eins og aldamótakynslóðin eða Z-kynslóðin sem eru þær yngstu á vinnumarkaðinum. En eru kynslóðir sem eru mjög meðvitaðar um sína eigin velsæld og einfaldlega gera kröfur um að vinnustaðir hlúi vel að geðheilbrigði starfsfólks, tryggi þeim sálfræðilegt öryggi og að umhverfismálin séu í lagi.“ Nú séu stærri fyrirtæki farin að gefa út sjálfbærniskýrslur, enda búið að innleiða reglur um að þau þurfi að gera það. Sem Soffía telur af hinu góða og sé líka liður í því að sporna við grænþvotti. Sjálfbærnin sem slík, segir Soffía þó hafa verið viðloðandi atvinnulífið um langa hríð. Hún hafi hins vegar þróast og tekið breytingum. Oftast í takti við það sem er að gerast í heiminum hverju sinni. „Þegar ég var að vinna í bankageiranum fyrir hrun, voru sjálfbærnimálin mjög mikið tengt góðgerðarmálum eða verkefnum sem hægt er að tengja við samfélagslega ábyrgð. Eftir hrun breyttist þetta í áhættustjórnun,“ segir Soffía og bætir við: „Í Covid varð síðan mikil vitundarvakning, kröfur neytenda hafa aukist hratt og sífellt fleiri fyrirtæki eru að kortleggja sína sjálfbærni. Sem er af hinu góða því oft eru það þessar greiningar sem upplýsa fyrirtækin um hver sóunin hjá þeim er í raun og veru. Eða hvort verkferlarnir sem til staðar eru, séu í mótsögn við gildi fyrirtækisins eða stefnu í sjálfbærnimálum og svo framvegis.“ Soffía segir rannsóknir sýna að til langtíma litið skili það fyrirtækjum aukinni arðsemi ef búið er að innleiða sjálfbærni vel inn í reksturinn. Það hafi hún oftar en ekki rekist á sjálf með sínum viðskiptavinum. „Sem dæmi má nefna komust fyrirtæki mörg hver betur undan Covid, sem höfðu þá þegar innleitt sjálfbærni inn í sína starfsemi. Enda er seigla eitt af því sem rannsóknir sýna að eflist með aukinni sjálfbærni.“ Í dag sé líka margt að gerast sem geri það að verkum að gott sé fyrir öll fyrirtæki í rekstri að huga vel að virðiskeðjunni sinni og endurmeta áhættuþættina í henni ef þess þarf. „Nú er mikið um það rætt að Evrópa ætli að vopnavæðast til að efla sínar varnir. Fyrir mörg fyrirtæki getur þetta þýtt að það er aukin áhætta einhvers staðar í virðiskeðjunni því vopnavæðing mun hafa áhrif á svo margt; til dæmis það að málmur verði ekki fyrst og fremst nýttur fyrir bílaframleiðslu og að Evrópa sé að bæta í iðnaðarframleiðslu frekar en að draga úr henni eins og stefnan hefur verið.“ Í samhengi við sjálfbærnimálin feli sú vinna í sér fyrir fyrirtæki að málin séu kortlögð og þá þannig að fyrirtæki verða betur upplýst um sína eigin áhættuþætti. Til dæmis í virðiskeðjunni. Niðurstöður Sjálfbærniássins verða kynntar í maí en Sjálfbærniásinn mælir viðhorf almennings um hvernig fólk metur sjálfbærni fyrirtækja. Að Sjálfbærniásinum standa Langbrók, Prósent og Stjórnvísi.Vísir/RAX Góðu ráðin Soffía segir nýsköpun vera eitt af því jákvæða sem líka tengist sjálfbærni. Jafnvel nýsköpun sem þó er að tengjast viðkvæmum eða umdeildum málum. Sem dæmi nefnir Soffía fiskeldi. „Þar er búið að þróa myndavélar sem mæla heilsu fisks. Sem er gott dæmi um nýsköpun sem er af hinu góða. Því þótt fólk deili um tilvist fiskelda, er staðreyndin sú að samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, er fiskeldi ein leiðin til að tryggja mannkyninu fæðuöryggi. Því hafið er að súrna og ekkert sem segir að við verðum örugg um það um ókomna tíð að geta veitt fisk úr sjónum,“ segir Soffía en bætir við að hið góða sé jafnframt það að sjálfbærni haldi fiskeldisfyrirtækjum betur á tánum því þau eru meðvituð um að sjálfbærnimálin þurfi að vera í lagi. Soffía segir vissa viðhorfsbreytingu líka þurfa gagnvart auðlindunum almennt. Ekki síst á litla Íslandi. Við erum svo góðu vön að hafa alltaf búið við næga raforku og vatn. Þessar auðlindir eru þó ekki ótakmarkaðar og því ekki seinna vænna en að fara að hugsa um þessar auðlindir með öðrum hætti. Nýverið þurftu nokkrar sundlaugar til dæmis að loka með tilheyrandi uppnámi hjá fullt af fólki. Það sama gæti gerst með rafmagn því hvað gætum við svo sem verið lengi án rafmagns?“ Soffía segist líka vilja sjá umræðuna um sjálfbærnina á jákvæðari nótum. „Fólk talar oft um að þetta sé svo þungt í vöfum og viðamikið. En þetta er ekkert flókið. Því þetta snýst bara um að geta tryggt okkur öllum að lifa sómasamlegu lífi. Í ofanálag sýna rannsóknir að það eykur á samkeppnishæfni fyrirtækja að huga vel að sjálfbærnimálum, starfsmannaánægjan eykst og svo framvegis,“ segir Soffía og bætir við: „Enda byggir sjálfbærni á samtal við alla hagaðila rekstursins; innri sem ytri. Margt í sjálfbærni snýst til dæmis um starfsfólkið sjálft og þeirra velsæld. Sem þýðir að ef við erum að vinna í því að auka á sjálfbærni, erum við að vinna í því að tryggja okkur sjálfum betri velsæld.“ Fræðsla sé stór liður í því sem efla þarf um sjálfbærni; í sinni fjölbreyttustu mynd. „Við höfum til dæmis lengi verið uppvís að því að hér sé fjármálalæsi ekki nógu gott. Fjármálalæsi er hins vegar liður í sjálfbærni því sjálfbærni kemur inn á fjárhagslega velsæld. Að fólk viti um hvað sjálfbærni snýst þýðir að fræðsla þarf að vera til staðar um sjálfbærni; hvort heldur sem er á vinnustöðum eða í skólum.“ En hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja efla sjálfbærnina í sinni starfsemi? „Ég myndi byrja á því að nefna innleiðingu. Því í framhaldi af kortlagningu og stefnumörkun um hvernig huga á að sjálfbærnimálunum, þarf að innleiða sjálfbærnina í öllum skrefum þannig að hún endi ekki sem einhver áætlun á blaði,“ svarar Soffía og bætir við: „Við störfum til dæmis sem ráðgjafar með fullt af fyrirtækjum og stjórnvöldum að ólíkum verkefnum um sjálfbærni. Hjá fyrirtækjunum á ráðgjöf frá okkur hins vegar að verða óþörf þegar fram líða stundir. Því þá er einfaldlega búið að innleiða sjálfbærnina svo vel inn í alla starfsemina að hlutirnir eru sjálfkrafa í góðu lagi.“ Sjálfbærni Vinnumarkaður Stjórnun Tengdar fréttir „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01 „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ „Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus. 30. janúar 2025 07:02 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02 Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
En síðan er þjóðin að hegða sér allt öðruvísi; neyslan er gífurleg, sóunin er alltof mikil og kannski er einfaldlega kominn tími á að við sem samfélag förum að taka þetta samtal. Eða viljum við vera þjóðin sem kaupir til að henda?“ Enda segir Soffía hegðunarmynstrið í raun grafa undan þeirri ímynd og því vörumerki sem Ísland er. „Ísland er í raun ekkert öðruvísi en hvert annað fyrirtæki í rekstri. Ísland er vörumerki með ákveðna ímynd. Neysluhyggjan sem hér ríkir er hins vegar hegðunarmynstur sem getur auðveldlega skapað þessu vörumerki orðsporsáhættu. Því ofneysla fólks er í algjörri mótsögn við þá hreinu og ómenguðu ímynd sem við erum að státa okkur af því að vera,“ segir Soffía og setur þannig í samhengi dæmi um hvernig allir þurfa að huga að sjálfbærni sem málefni sem kemur að okkur öllum; fyrirtækjum og einstaklingum. Í maí verða niðurstöður Sjálfbærniássins kynntar en Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Þessu tengt, fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í dag og á morgun. Gildi ömmu og afa Soffía segir sjálfbærnimálin vera málefni sem komi okkur öllum við: Alltaf og alls staðar. Þau séu okkur því aldrei óviðkomandi og Sjálfbærniásinn sé mælikvarði til að meta viðhorf neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja, samhliða því að hvetja fyrirtæki til að huga enn betur að sjálfbærnimálum í sinni starfsemi. Að Sjálfbærniásinum standa Langbrók, rannsóknarfyrirtækið Prósent og Stjórnvísi en sambærilegar mælingar eru til erlendis. „Í grunninn snúast sjálfbærnimálin um að ef mannkynið á að geta búið áfram á þessari jarðarkringlu, þurfum við að að sporna betur við sóun og draga verulega úr þessum umhverfisáhrifum sem atvinnulífið og við sem samfélag erum að hafa á umhverfið. Þetta er einfaldlega óumflýjanleg staðreynd,“ segir Soffía. Enda sjaldan sem góð vísa er of oft tekin. Þó eru mótsagnirnar víða; Eins og vanti betur að setja hlutina alltaf í meira samhengi. Soffía nefnir dæmi: „Við erum að upplifa meiri ofsaveður en áður, úrkoma hefur aukist, aurskriður og fleiri hamfarir. Allt eru þetta mjög skýr dæmi um það hvernig loftlagsáhrifin eru að hafa áhrif á Íslandi. Á sama tíma sjáum við fréttir um að fólk er í auknum mæli að panta vörur af netinu, jafnvel þannig að stundum er vörum hent á Sorpu án þess að búið sé að taka plastumbúðirnar af þeim.“ Íslendingar séu þó með alla burði til að verða fremstir meðal þjóða í sjálfbærni. „Við komum af fólki sem var þekkt fyrir nýtni. Nýtni er því hluti af DNA-inu okkar en mögulega þurfum við að fara að draga þessi gömlu góðu gildi aftur fram og virkja okkur í þessari nýtni. Til dæmis með því að spyrja okkur stundum: Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Soffía nefnir sem dæmi hvernig fyrirhuguð vopnavæðing Evrópu getur haft áhrif á virðiskeðju fyrirtækja. En fyrirtæki sem hafa innleitt sjálfbærni í rekstur sinn eru hins vegar betur í stakk búin til að takast á við hið óvænta, það hafi Covid sýnt.Vísir/RAX Sjálfbærnin í samhengi við fréttir og tíðaranda Í dag segir Soffía það þó staðreynd að ekkert fyrirtæki í rekstri getur leyft sér að huga ekki að sjálfbærnimálum. Mælingar alls staðar í heiminum sýni að þessar kröfur muni eingöngu aukast. „Ekki síst yngri kynslóðirnar eins og aldamótakynslóðin eða Z-kynslóðin sem eru þær yngstu á vinnumarkaðinum. En eru kynslóðir sem eru mjög meðvitaðar um sína eigin velsæld og einfaldlega gera kröfur um að vinnustaðir hlúi vel að geðheilbrigði starfsfólks, tryggi þeim sálfræðilegt öryggi og að umhverfismálin séu í lagi.“ Nú séu stærri fyrirtæki farin að gefa út sjálfbærniskýrslur, enda búið að innleiða reglur um að þau þurfi að gera það. Sem Soffía telur af hinu góða og sé líka liður í því að sporna við grænþvotti. Sjálfbærnin sem slík, segir Soffía þó hafa verið viðloðandi atvinnulífið um langa hríð. Hún hafi hins vegar þróast og tekið breytingum. Oftast í takti við það sem er að gerast í heiminum hverju sinni. „Þegar ég var að vinna í bankageiranum fyrir hrun, voru sjálfbærnimálin mjög mikið tengt góðgerðarmálum eða verkefnum sem hægt er að tengja við samfélagslega ábyrgð. Eftir hrun breyttist þetta í áhættustjórnun,“ segir Soffía og bætir við: „Í Covid varð síðan mikil vitundarvakning, kröfur neytenda hafa aukist hratt og sífellt fleiri fyrirtæki eru að kortleggja sína sjálfbærni. Sem er af hinu góða því oft eru það þessar greiningar sem upplýsa fyrirtækin um hver sóunin hjá þeim er í raun og veru. Eða hvort verkferlarnir sem til staðar eru, séu í mótsögn við gildi fyrirtækisins eða stefnu í sjálfbærnimálum og svo framvegis.“ Soffía segir rannsóknir sýna að til langtíma litið skili það fyrirtækjum aukinni arðsemi ef búið er að innleiða sjálfbærni vel inn í reksturinn. Það hafi hún oftar en ekki rekist á sjálf með sínum viðskiptavinum. „Sem dæmi má nefna komust fyrirtæki mörg hver betur undan Covid, sem höfðu þá þegar innleitt sjálfbærni inn í sína starfsemi. Enda er seigla eitt af því sem rannsóknir sýna að eflist með aukinni sjálfbærni.“ Í dag sé líka margt að gerast sem geri það að verkum að gott sé fyrir öll fyrirtæki í rekstri að huga vel að virðiskeðjunni sinni og endurmeta áhættuþættina í henni ef þess þarf. „Nú er mikið um það rætt að Evrópa ætli að vopnavæðast til að efla sínar varnir. Fyrir mörg fyrirtæki getur þetta þýtt að það er aukin áhætta einhvers staðar í virðiskeðjunni því vopnavæðing mun hafa áhrif á svo margt; til dæmis það að málmur verði ekki fyrst og fremst nýttur fyrir bílaframleiðslu og að Evrópa sé að bæta í iðnaðarframleiðslu frekar en að draga úr henni eins og stefnan hefur verið.“ Í samhengi við sjálfbærnimálin feli sú vinna í sér fyrir fyrirtæki að málin séu kortlögð og þá þannig að fyrirtæki verða betur upplýst um sína eigin áhættuþætti. Til dæmis í virðiskeðjunni. Niðurstöður Sjálfbærniássins verða kynntar í maí en Sjálfbærniásinn mælir viðhorf almennings um hvernig fólk metur sjálfbærni fyrirtækja. Að Sjálfbærniásinum standa Langbrók, Prósent og Stjórnvísi.Vísir/RAX Góðu ráðin Soffía segir nýsköpun vera eitt af því jákvæða sem líka tengist sjálfbærni. Jafnvel nýsköpun sem þó er að tengjast viðkvæmum eða umdeildum málum. Sem dæmi nefnir Soffía fiskeldi. „Þar er búið að þróa myndavélar sem mæla heilsu fisks. Sem er gott dæmi um nýsköpun sem er af hinu góða. Því þótt fólk deili um tilvist fiskelda, er staðreyndin sú að samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, er fiskeldi ein leiðin til að tryggja mannkyninu fæðuöryggi. Því hafið er að súrna og ekkert sem segir að við verðum örugg um það um ókomna tíð að geta veitt fisk úr sjónum,“ segir Soffía en bætir við að hið góða sé jafnframt það að sjálfbærni haldi fiskeldisfyrirtækjum betur á tánum því þau eru meðvituð um að sjálfbærnimálin þurfi að vera í lagi. Soffía segir vissa viðhorfsbreytingu líka þurfa gagnvart auðlindunum almennt. Ekki síst á litla Íslandi. Við erum svo góðu vön að hafa alltaf búið við næga raforku og vatn. Þessar auðlindir eru þó ekki ótakmarkaðar og því ekki seinna vænna en að fara að hugsa um þessar auðlindir með öðrum hætti. Nýverið þurftu nokkrar sundlaugar til dæmis að loka með tilheyrandi uppnámi hjá fullt af fólki. Það sama gæti gerst með rafmagn því hvað gætum við svo sem verið lengi án rafmagns?“ Soffía segist líka vilja sjá umræðuna um sjálfbærnina á jákvæðari nótum. „Fólk talar oft um að þetta sé svo þungt í vöfum og viðamikið. En þetta er ekkert flókið. Því þetta snýst bara um að geta tryggt okkur öllum að lifa sómasamlegu lífi. Í ofanálag sýna rannsóknir að það eykur á samkeppnishæfni fyrirtækja að huga vel að sjálfbærnimálum, starfsmannaánægjan eykst og svo framvegis,“ segir Soffía og bætir við: „Enda byggir sjálfbærni á samtal við alla hagaðila rekstursins; innri sem ytri. Margt í sjálfbærni snýst til dæmis um starfsfólkið sjálft og þeirra velsæld. Sem þýðir að ef við erum að vinna í því að auka á sjálfbærni, erum við að vinna í því að tryggja okkur sjálfum betri velsæld.“ Fræðsla sé stór liður í því sem efla þarf um sjálfbærni; í sinni fjölbreyttustu mynd. „Við höfum til dæmis lengi verið uppvís að því að hér sé fjármálalæsi ekki nógu gott. Fjármálalæsi er hins vegar liður í sjálfbærni því sjálfbærni kemur inn á fjárhagslega velsæld. Að fólk viti um hvað sjálfbærni snýst þýðir að fræðsla þarf að vera til staðar um sjálfbærni; hvort heldur sem er á vinnustöðum eða í skólum.“ En hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja efla sjálfbærnina í sinni starfsemi? „Ég myndi byrja á því að nefna innleiðingu. Því í framhaldi af kortlagningu og stefnumörkun um hvernig huga á að sjálfbærnimálunum, þarf að innleiða sjálfbærnina í öllum skrefum þannig að hún endi ekki sem einhver áætlun á blaði,“ svarar Soffía og bætir við: „Við störfum til dæmis sem ráðgjafar með fullt af fyrirtækjum og stjórnvöldum að ólíkum verkefnum um sjálfbærni. Hjá fyrirtækjunum á ráðgjöf frá okkur hins vegar að verða óþörf þegar fram líða stundir. Því þá er einfaldlega búið að innleiða sjálfbærnina svo vel inn í alla starfsemina að hlutirnir eru sjálfkrafa í góðu lagi.“
Sjálfbærni Vinnumarkaður Stjórnun Tengdar fréttir „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01 „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ „Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus. 30. janúar 2025 07:02 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02 Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01
„Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ „Mín ráðlegging væri alltaf sú að fyrirtæki reyni að draga úr öllu því sem það getur gert sjálft áður en það fer að kaupa kolefnisjöfnun til að jafna út bókhaldið. Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt,“ segir Stefanía María Kristinsdóttir, sérfræðingur á framleiðslusviði hjá Nóa Síríus. 30. janúar 2025 07:02
Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02
„Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02
Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00