Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2025 16:45 Rúrik á rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Wunderschöner sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi. Christoph Soeder/Getty Images Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi. Þeir félagar Rikki G og Egill Ploder heyrðu í Rúriki í morgun þar sem hann var á leið upp á hálendi með vinum sínum. Þar sagði Rúrik þeim frá því að hann hefði flogið út í desember til að taka þátt í raunveruleikaþættinum Elton 12. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að þýsku sjónvarpi enda sigraði Rúrik í þáttunum Let's Dance árið 2021 og fékk því inngöngu í Elton 12. Tryggði sér árslaunin með beltiskasti „Þetta eru tólf svona celebrities sem koma saman í sjónvarpsþætti og þetta er svona útsláttarkeppni, þarna eru keppnir og kviss og þrautir og allskonar og þú kemst áfram í næstu umferð eða þú dettur út,“ útskýrir Rúrik í Brennslunni. Hann segir þeim félögum Rikka og Agli að tökurnar hafi einungis staðið yfir í rúma þrjá tíma. Þeir félagar spyrja þá Rúrik hvumsa hvort hann hafi virkilega fengið fimmtán milljónir króna fyrir þrjá tíma? Fimm milljónir á tímann? „Nei, svo færðu líka greitt fyrir að mæta,“ segir Rúrik hlæjandi. Meðal þess sem hann varð að gera í þættinum til að tryggja sér sigur var að kasta belti á snaga og bera blómapott á milli tveggja fjögurra metra háa súlna. Þeir félagar benda honum þá á að hann hafi í raun fengið árslaun þeirra fyrir að sigra keppnina. Ef smellt er á Instagram færslu Rúriks hér fyrir neðan má sjá hann spreyta sig á beltiskastinu og tryggja sér sigur. View this post on Instagram A post shared by RTL Deutschland (@rtl_de) Vissi ekki af verðlaunaféinu Þá sendi ónefndur kollegi Rúriks í Iceguys þeim Brennslumönnum lauflétta ábendingu um það að Rúrik hafi skotist fyrr af dansæfingu sveitarinnar á föstudegi í desember til þess að ná flugi til Þýskalands þar sem hann fór svo í tökur. Hann hafi sótt sautján milljónir á laugardegi og svo verið mættur aftur á dansæfingu með Iceguys á mánudagsmorgni. „Já ókei, það er svo geðveikt að mæta í viðtal og vera bara að tala um peninga,“ segir skellihlæjandi Rúrik þegar þessi frásögn er borin undir hann. „Það er svo nett!“ segir hann í kaldhæðni. Rúrik segir þetta þó líklega hafa verið einhvern veginn svona. Þátturinn hafi einmitt verið tekinn upp í desember á sama tíma og undirbúningur fyrir Iceguys tónleikana hafi staðið yfir. „Ætli þetta sé ekki bara frekar accurate,“ segir hann hlæjandi og bætir við því að hann hafi ekki haft hugmynd um verðlaunaféð. „Svo var allt í einu bara, i de næste finale, vi spiler for 100 tusund euros! Og ég bara: Ókei næs, ha, sagðiru hundrað þúsund evrur? Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Rúrik og ljóst að hann hefur húmor fyrir málinu. Á toppnum í fjórar vikur Rúrik hefur ýmsa fjöruna sopið og er með mörg járn í eldinum. Í Brennslunni kemur meðal annars fram að Rúrik leiki nú í bíómynd sem framleidd er af Netflix og er væntanleg á streymisveituna á næsta ári. „Svo er ég með eina mynd í bíó núna í Þýskalandi, sem er reyndar búin að vera í fjórar vikur í efsta sæti, sem ég gerði með Warner Brothers,“ segir Rúrik sem bætir því við að það sé frábært hvað myndinni gangi vel. Hún heitir Wunderschöner og þar fer Rúrik með aukahlutverk. Þeir Rikki G og Egill furða sig á því í Brennslunni að það hafi ekki borist fréttir af því til Íslands hvað henni gengur vel? „Ég held það sé bara skiljanlegt, Íslendingar tala ekki þýsku og það er erfitt að hafa áhuga á einhverjum markaði sem er bara þýskumælandi þegar þú talar ekki þýsku, Við erum heldur ekkert að fjalla um spænskan markað eða franskan,“ segir Rúrik. Hann var staddur á Hvolsvelli í morgun þegar félagarnir náðu tali af honum. Þaðan ætlaði hann upp á hálendi með frændum sínum og vinum. Hann segir á léttum nótum það fylgja atvinnuleysi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af stimpilkortinu á þriðjudögum. Stikla úr myndinni þar sem Rúriki bregður fyrir. Brennslan FM957 Þýskaland Bíó og sjónvarp Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Þeir félagar Rikki G og Egill Ploder heyrðu í Rúriki í morgun þar sem hann var á leið upp á hálendi með vinum sínum. Þar sagði Rúrik þeim frá því að hann hefði flogið út í desember til að taka þátt í raunveruleikaþættinum Elton 12. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að þýsku sjónvarpi enda sigraði Rúrik í þáttunum Let's Dance árið 2021 og fékk því inngöngu í Elton 12. Tryggði sér árslaunin með beltiskasti „Þetta eru tólf svona celebrities sem koma saman í sjónvarpsþætti og þetta er svona útsláttarkeppni, þarna eru keppnir og kviss og þrautir og allskonar og þú kemst áfram í næstu umferð eða þú dettur út,“ útskýrir Rúrik í Brennslunni. Hann segir þeim félögum Rikka og Agli að tökurnar hafi einungis staðið yfir í rúma þrjá tíma. Þeir félagar spyrja þá Rúrik hvumsa hvort hann hafi virkilega fengið fimmtán milljónir króna fyrir þrjá tíma? Fimm milljónir á tímann? „Nei, svo færðu líka greitt fyrir að mæta,“ segir Rúrik hlæjandi. Meðal þess sem hann varð að gera í þættinum til að tryggja sér sigur var að kasta belti á snaga og bera blómapott á milli tveggja fjögurra metra háa súlna. Þeir félagar benda honum þá á að hann hafi í raun fengið árslaun þeirra fyrir að sigra keppnina. Ef smellt er á Instagram færslu Rúriks hér fyrir neðan má sjá hann spreyta sig á beltiskastinu og tryggja sér sigur. View this post on Instagram A post shared by RTL Deutschland (@rtl_de) Vissi ekki af verðlaunaféinu Þá sendi ónefndur kollegi Rúriks í Iceguys þeim Brennslumönnum lauflétta ábendingu um það að Rúrik hafi skotist fyrr af dansæfingu sveitarinnar á föstudegi í desember til þess að ná flugi til Þýskalands þar sem hann fór svo í tökur. Hann hafi sótt sautján milljónir á laugardegi og svo verið mættur aftur á dansæfingu með Iceguys á mánudagsmorgni. „Já ókei, það er svo geðveikt að mæta í viðtal og vera bara að tala um peninga,“ segir skellihlæjandi Rúrik þegar þessi frásögn er borin undir hann. „Það er svo nett!“ segir hann í kaldhæðni. Rúrik segir þetta þó líklega hafa verið einhvern veginn svona. Þátturinn hafi einmitt verið tekinn upp í desember á sama tíma og undirbúningur fyrir Iceguys tónleikana hafi staðið yfir. „Ætli þetta sé ekki bara frekar accurate,“ segir hann hlæjandi og bætir við því að hann hafi ekki haft hugmynd um verðlaunaféð. „Svo var allt í einu bara, i de næste finale, vi spiler for 100 tusund euros! Og ég bara: Ókei næs, ha, sagðiru hundrað þúsund evrur? Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Rúrik og ljóst að hann hefur húmor fyrir málinu. Á toppnum í fjórar vikur Rúrik hefur ýmsa fjöruna sopið og er með mörg járn í eldinum. Í Brennslunni kemur meðal annars fram að Rúrik leiki nú í bíómynd sem framleidd er af Netflix og er væntanleg á streymisveituna á næsta ári. „Svo er ég með eina mynd í bíó núna í Þýskalandi, sem er reyndar búin að vera í fjórar vikur í efsta sæti, sem ég gerði með Warner Brothers,“ segir Rúrik sem bætir því við að það sé frábært hvað myndinni gangi vel. Hún heitir Wunderschöner og þar fer Rúrik með aukahlutverk. Þeir Rikki G og Egill furða sig á því í Brennslunni að það hafi ekki borist fréttir af því til Íslands hvað henni gengur vel? „Ég held það sé bara skiljanlegt, Íslendingar tala ekki þýsku og það er erfitt að hafa áhuga á einhverjum markaði sem er bara þýskumælandi þegar þú talar ekki þýsku, Við erum heldur ekkert að fjalla um spænskan markað eða franskan,“ segir Rúrik. Hann var staddur á Hvolsvelli í morgun þegar félagarnir náðu tali af honum. Þaðan ætlaði hann upp á hálendi með frændum sínum og vinum. Hann segir á léttum nótum það fylgja atvinnuleysi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af stimpilkortinu á þriðjudögum. Stikla úr myndinni þar sem Rúriki bregður fyrir.
Brennslan FM957 Þýskaland Bíó og sjónvarp Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira