„Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson stýrir íslensku liði í dag sem er töluvert frábrugðið því sem var á HM í janúar. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar. Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Níu leikmenn sem fóru á HM í janúar síðastliðnum eru fjarverandi vegna meiðsla en þeir spanna allar stöður vallarins. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er frá auk Bjarka Már Elíssonar, Elvars Arnar Jónssonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Hægra megin eru þrjár skyttur frá, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teitur Örn Einarsson auk línumannana Arnars Freys Arnarssonar og Sveins Jóhannssonar. Þá bárust af því fréttir í gærkvöld að Aron Pálmarsson geti ekki spilað leik dagsins vegna kálfameiðsla. Snorri Steinn þarf því að treysta á frábrugðinn hóp í komandi leikjum við Grikki. „Við erum með sextán menn heila og það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik. Auðvitað var smá hausverkur að velja liðið en eftir að það var klárt hætti ég að velta því fyrir mér að því hverja vantaði. Fór bara að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum og þessum leik,“ segir Snorri Steinn. Þarf að velja og hafna áherslum Meiðslin hafi vissulega áhrif á undirbúning en Snorri Steinn kveðst hafa fulla trú á hópnum sem er til staðar. „Þetta hefur áhrif. Þú labbar ekkert inn í þá hluti sem þú varst að gera í janúar, kannski hlutir sem þú ætlaðir að byggja á og gengu vel þá. Það er ekkert langt síðan það var, auðvitað hefði það verið best og ákjósanlegast. En það er bara ekki staðan. Ég vissi alveg að það væru margir tæpir þó ég hafi kannski gert mér vonir um að einhverjir af þeim myndu ná þessum leikjum,“ „En um leið og þetta lá fyrir og ég valdi hópinn hætti ég að velta því fyrir mér. Úr því sem ég hef úr að vleja er þetta sterkasta liðið okkar í dag og við þurfum bara að einbeita okkur að því. Við getum ekki verið að tala um það endalaust. Við höfum bara nýtt þessar tvær æfingar eins vel og hægt er. Það þarf auðvitað aðeins að velja og hafna, þú kannski getur ekki farið yfir alla hluti og þú þarft að koma einhverjum inn í hlutina sem hafa ekki verið eins mikið inni í þeim eins og aðrir,“ segir Snorri Steinn. Ísland mætir Grikklandi klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski hópurinn sem mætir Grikklandi Markverðir: Ísak Steinsson, Drammen (0/0) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25) Aðrir leikmenn: Andri Rúnarsson, Leipzig (2/0) Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124) Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225) Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira