Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 22:11 Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningu um ofnotkun svefnlyfja var ýtt úr vör, og ræddi þar ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum. Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum.
Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32