Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Bradley Cooper og Gigi Hadid í New York. Getty Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper. Hadid og Cooper byrjuðu saman í lok ársins 2023 og hafa síðan þá reynt að halda því utan sviðsljóssins. Fyrstu sögusagnirnar spruttu upp í október sama ár þegar þau sáust saman á veitingastaðnum Via Carota í New York. Í janúar 2024 staðfestu þau samband sitt opinberlega með því að ganga hönd í hönd um götur London. Það kom því mörgum á óvart þegar Hadid rauf þögnina um ástina í umræddu viðtali við Vogue. Hingað til hafa þau hvorki rætt samband sitt opinberlega né mætt saman á viðburði, þótt paparazzi-ljósmyndarar hafi stundum náð þeim á mynd á götum New York-borgar. Í viðtalinu kemur fram að parið hafi kynnst í barnaafmæli hjá sameiginlegum vinum. „Þú vilt gefa þér sjálfri venjulega reynslu af stefnumótum,“ sagði Hadid. „Og jafnvel fyrir vini mína sem eru ekki í sviðsljósinu getur það verið erfitt. Hvert ferðu? Hvernig byrjarðu að kynnast nýju fólki? Og svo bætist við enn ein áskorunin, sem snýr að persónuvernd og öryggi. Maður vill trúa því að fólk standi með manni og deili engum upplýsingum með TMZ eða á Deuxmoi, en maður getur aldrei verið viss.“ „Að deila sambandinu opinberlega er einfaldlega ekki hluti af því hvernig við erum saman, af hvaða ástæðu sem það kann að vera,“ segir Hadid. Hún segri frá því hvernig Cooper kom inn í líf hennar á réttum tíma. „Lykilatriðið er að komast á þann stað að vita hvað maður vill og á skilið í sambandi, og að finna einhvern sem er á sama stað í lífinu. Og að vinna í sjálfum sér til að verða besti mögulegi makinn fyrir hvort annað.“ Hadid segist bera mikla virðingu fyrir Cooper. „Hann gefur mér svo mikið, hvatningu og einfaldlega trú á sjálfri mér. Ég er bara virkilega heppin. Það er besta orðið til að lýsa þessari tilfinningu.“ Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik, og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
Hadid og Cooper byrjuðu saman í lok ársins 2023 og hafa síðan þá reynt að halda því utan sviðsljóssins. Fyrstu sögusagnirnar spruttu upp í október sama ár þegar þau sáust saman á veitingastaðnum Via Carota í New York. Í janúar 2024 staðfestu þau samband sitt opinberlega með því að ganga hönd í hönd um götur London. Það kom því mörgum á óvart þegar Hadid rauf þögnina um ástina í umræddu viðtali við Vogue. Hingað til hafa þau hvorki rætt samband sitt opinberlega né mætt saman á viðburði, þótt paparazzi-ljósmyndarar hafi stundum náð þeim á mynd á götum New York-borgar. Í viðtalinu kemur fram að parið hafi kynnst í barnaafmæli hjá sameiginlegum vinum. „Þú vilt gefa þér sjálfri venjulega reynslu af stefnumótum,“ sagði Hadid. „Og jafnvel fyrir vini mína sem eru ekki í sviðsljósinu getur það verið erfitt. Hvert ferðu? Hvernig byrjarðu að kynnast nýju fólki? Og svo bætist við enn ein áskorunin, sem snýr að persónuvernd og öryggi. Maður vill trúa því að fólk standi með manni og deili engum upplýsingum með TMZ eða á Deuxmoi, en maður getur aldrei verið viss.“ „Að deila sambandinu opinberlega er einfaldlega ekki hluti af því hvernig við erum saman, af hvaða ástæðu sem það kann að vera,“ segir Hadid. Hún segri frá því hvernig Cooper kom inn í líf hennar á réttum tíma. „Lykilatriðið er að komast á þann stað að vita hvað maður vill og á skilið í sambandi, og að finna einhvern sem er á sama stað í lífinu. Og að vinna í sjálfum sér til að verða besti mögulegi makinn fyrir hvort annað.“ Hadid segist bera mikla virðingu fyrir Cooper. „Hann gefur mér svo mikið, hvatningu og einfaldlega trú á sjálfri mér. Ég er bara virkilega heppin. Það er besta orðið til að lýsa þessari tilfinningu.“ Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik, og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira