Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 15:37 Bræðurnir Ágúst Arnar (f.m.) og Einar (t.v.) Ágústssynir hluti fangelsisdóma fyrir fjársvik í tengslum við trúfélagið Zuism í Hæstarétti. Myndirnar eru frá meðferð máls þeirra fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir bræður sem ráku trúfélagið Zuism notfærðu sér óvissu um starfsemi félagsins til þess að svíkja sóknargjöld út úr ríkinu samkvæmt dómi Hæstaréttar yfir þeim. Rétturinn hafnaði rökum þeirra um sýknu á grundvelli trúfrelsisákvæði stjórnarskrá. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Þeir voru fundnir sekir um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar átján mánuði. Við fangelsisrefsingu Einars bætist þriggja ára dómur sem hann hlaut fyrir stórfelld fjársvik í ótengdu máli í fyrra. Óljós frekar en beinlínis röng hugmynd stjórnvalda um félagið Héraðsdómur sýknaði bræðurna upphaflega á þeim forsendum að vegna þess að embætti sýslumanns sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélag hefði haft efasemdir um að Zuism uppfyllti skilyrði laga hefðu þeir ekki blekkt ríkið til þess að greiða sóknargjöldin. Landsréttur sneri niðurstöðunni við og taldi bræðurnar hafa hagnýtt sér ranga hugmynd stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrði til þess að fá sóknargjöldin greidd. Hæstiréttur féllst á rökstuðning Landsréttar en taldi bræðurnar ekki hafa nýtt sér beinlínis ranga hugmynd stjórnvalda um starfsemi félagsins heldur frekar óljósa vitneskju þeirra um starfsemina. Bræðurnir hefðu hagnýtt sér þá óvissu markvisst og sameiginlega til þess að afla framlaga sem félagið átti engan rétt á. Takmarkaðar heimildir sýslumanns til þess að fylgjast með starfsemi trúfélaga var talin meginástæða þess að stjórnvöld skorti nægilega yfirsýn og þekkingu á raunverulegri starfsemi Zuism. Virku eftirliti hefði ekki verið við komið nema í samvinnu við trúfélagið. Slíkt eftirlit hafi hins vegar ekki verið mögulegt af ástæðum sem Hæstiréttur taldi fyrst og fremst á ábyrgð bræðranna tveggja. „Þá einkenndust viðbrögð hins ákærða félags við hvers kyns afskiptum stjórnvalda af andstöðu þar sem meðal annars var látið í veðri vaka að um væri að ræða ólögmætt inngrip í stjórnarskrárverndað trú- og félagafrelsi. Var afleiðing alls þessa sú að stjórnvöld inntu umræddar greiðslur af hendi úr ríkissjóði í formi sóknargjalda [...]“ segir í dómnum. Ekki gæti skipt máli þótt stjórnvöld hefðu haft efasemdir um starfsemi Zuism á ákærutímabilinu eða hvort viðbrögðin þeirra kynnu að hafa verið of varfærin eða ómarkviss. Njóta fulls trúfrelsis Trúfrelsissjónarmiðum sem verjendur bræðranna lögðu fram máli þeirra til stuðnings var alfarið hafnað. Hæstiréttur sagði engan vafa leika á að bræðurnir nytu trúfrelsis í skilningi ákvæða stjórnarskrár. Í ákæru hafi aðeins verið vísað til þeirra skilyrða sem félagið þyrfti að uppfylla til þess að fá greidd sóknargjöld, ekki til þess að fá skráningu sem trúfélag. „Að þessu gætu geta reglur stjórnarskrá um trú- og félagafrelsi ekki stutt sýknukröfu ákærðu,“ sagði Hæstiréttur. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Óvenjuleg ákæra hafði ekki þýðingu Varðandi kröfu bræðranna um að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til málsvarnar þeirra í dómi Landsréttar benti Hæstiréttur á að engin ný gögn hefðu verið lögð fram fyrir Landsrétti. Bræðurnir hefðu ekki óskað eftir því að gera það með viðbótarskýrslum og ekki hefði verið leidd fram ný vitni. Í dómi Landsréttar hefði verið ítarlega vísað til skýringa bræðranna á ýmsum þáttum í starfsemi trúfélagsins. Engar ágallar hefðu því verið á samningu dóms Landsréttar. Verjendir bræðranna byggðu einnig á að ákæra á hendur þeim hefði verið óljós og því bæri að vísa henni frá dómi. Ákæran væri of almennt orðuð til að þeir ákærðu gætu áttað sig á hvað þeir væru sakaðir um og gripið til varna. Þannig hefði ekki verið tilgreint nákvæmlega hvaða röngu eða villandi gögnum eða yfirlýsingum þeir hefðu beint að stjórnvöldum til þess að blekkja þau. Hæstiréttur tók undir að form ákærunnar væri óvenjulegt að því leyti að röksemdir sem hún væri byggð á væru teknar inn í megnmál hennar ítarlega en ekki í sérstökum kafla. Ekki fengist þó séð að það hefði áhrif á möguleika bræðranna til þess að hafa uppi varnir í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um fangelsisdóma bræðranna. Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Þeir voru fundnir sekir um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar átján mánuði. Við fangelsisrefsingu Einars bætist þriggja ára dómur sem hann hlaut fyrir stórfelld fjársvik í ótengdu máli í fyrra. Óljós frekar en beinlínis röng hugmynd stjórnvalda um félagið Héraðsdómur sýknaði bræðurna upphaflega á þeim forsendum að vegna þess að embætti sýslumanns sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélag hefði haft efasemdir um að Zuism uppfyllti skilyrði laga hefðu þeir ekki blekkt ríkið til þess að greiða sóknargjöldin. Landsréttur sneri niðurstöðunni við og taldi bræðurnar hafa hagnýtt sér ranga hugmynd stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrði til þess að fá sóknargjöldin greidd. Hæstiréttur féllst á rökstuðning Landsréttar en taldi bræðurnar ekki hafa nýtt sér beinlínis ranga hugmynd stjórnvalda um starfsemi félagsins heldur frekar óljósa vitneskju þeirra um starfsemina. Bræðurnir hefðu hagnýtt sér þá óvissu markvisst og sameiginlega til þess að afla framlaga sem félagið átti engan rétt á. Takmarkaðar heimildir sýslumanns til þess að fylgjast með starfsemi trúfélaga var talin meginástæða þess að stjórnvöld skorti nægilega yfirsýn og þekkingu á raunverulegri starfsemi Zuism. Virku eftirliti hefði ekki verið við komið nema í samvinnu við trúfélagið. Slíkt eftirlit hafi hins vegar ekki verið mögulegt af ástæðum sem Hæstiréttur taldi fyrst og fremst á ábyrgð bræðranna tveggja. „Þá einkenndust viðbrögð hins ákærða félags við hvers kyns afskiptum stjórnvalda af andstöðu þar sem meðal annars var látið í veðri vaka að um væri að ræða ólögmætt inngrip í stjórnarskrárverndað trú- og félagafrelsi. Var afleiðing alls þessa sú að stjórnvöld inntu umræddar greiðslur af hendi úr ríkissjóði í formi sóknargjalda [...]“ segir í dómnum. Ekki gæti skipt máli þótt stjórnvöld hefðu haft efasemdir um starfsemi Zuism á ákærutímabilinu eða hvort viðbrögðin þeirra kynnu að hafa verið of varfærin eða ómarkviss. Njóta fulls trúfrelsis Trúfrelsissjónarmiðum sem verjendur bræðranna lögðu fram máli þeirra til stuðnings var alfarið hafnað. Hæstiréttur sagði engan vafa leika á að bræðurnir nytu trúfrelsis í skilningi ákvæða stjórnarskrár. Í ákæru hafi aðeins verið vísað til þeirra skilyrða sem félagið þyrfti að uppfylla til þess að fá greidd sóknargjöld, ekki til þess að fá skráningu sem trúfélag. „Að þessu gætu geta reglur stjórnarskrá um trú- og félagafrelsi ekki stutt sýknukröfu ákærðu,“ sagði Hæstiréttur. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Óvenjuleg ákæra hafði ekki þýðingu Varðandi kröfu bræðranna um að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til málsvarnar þeirra í dómi Landsréttar benti Hæstiréttur á að engin ný gögn hefðu verið lögð fram fyrir Landsrétti. Bræðurnir hefðu ekki óskað eftir því að gera það með viðbótarskýrslum og ekki hefði verið leidd fram ný vitni. Í dómi Landsréttar hefði verið ítarlega vísað til skýringa bræðranna á ýmsum þáttum í starfsemi trúfélagsins. Engar ágallar hefðu því verið á samningu dóms Landsréttar. Verjendir bræðranna byggðu einnig á að ákæra á hendur þeim hefði verið óljós og því bæri að vísa henni frá dómi. Ákæran væri of almennt orðuð til að þeir ákærðu gætu áttað sig á hvað þeir væru sakaðir um og gripið til varna. Þannig hefði ekki verið tilgreint nákvæmlega hvaða röngu eða villandi gögnum eða yfirlýsingum þeir hefðu beint að stjórnvöldum til þess að blekkja þau. Hæstiréttur tók undir að form ákærunnar væri óvenjulegt að því leyti að röksemdir sem hún væri byggð á væru teknar inn í megnmál hennar ítarlega en ekki í sérstökum kafla. Ekki fengist þó séð að það hefði áhrif á möguleika bræðranna til þess að hafa uppi varnir í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um fangelsisdóma bræðranna.
Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.
Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira