Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 19:19 Markmiðið með uppbyggingunni er að styrkja fyrirliggjandi byggð. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir