Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 11:00 Diego Simeone hlýtur að vera orðinn þreyttur á að detta út leik fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. ap/Bernat Armangue Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, efast um að dómarar leiksins gegn Real Madrid hafi tekið rétta ákvörðun er þeir dæmdu mark Juliáns Alvarez í vítakeppninni af. Atlético vann leikinn í gær, 1-0, með marki Conors Gallagher strax eftir 27 sekúndur. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2-1, og því var staðan samanlagt jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Real Madrid vann vítakeppnina, 4-2, en um fátt var rætt meira eftir leik en aðra vítaspyrnu Atlético sem Alvarez skoraði úr. Eða hélt hann hefði skorað úr en markið var blásið af eftir að VAR-dómarar komust að þeirri niðurstöðu að Alvarez hefði snert boltann tvisvar þegar hann skaut að marki. Simeone vonast til að dómarar leiksins hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir dæmdu spyrnu Alvarez ólöglega en er efins. „Dómarinn sagði að þegar Julián fór á vítapunktinn hafi hann snert boltann með fætinum sem hann stóð í en boltinn hreyfðist ekki. Ég hef aldrei séð víti þar sem VAR hefur blandað sér í málin en þeir hafa séð að hann snerti boltann. Ég vil trúa því að þeir hafi séð hann snerta boltann,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leikinn. „Sástu hann snerta boltann tvisvar? Fyrir alla muni, þið sem sáuð hann snerta boltann tvisvar, stígið fram og réttið upp hönd. Ég sé engan með höndina á lofti svo ég hef ekki meira að segja.“ Síðan Simeone tók við Atlético 2011 hefur liðið fimm sinnum verið slegið úr leik af Real Madrid í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Atlético vann leikinn í gær, 1-0, með marki Conors Gallagher strax eftir 27 sekúndur. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2-1, og því var staðan samanlagt jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Real Madrid vann vítakeppnina, 4-2, en um fátt var rætt meira eftir leik en aðra vítaspyrnu Atlético sem Alvarez skoraði úr. Eða hélt hann hefði skorað úr en markið var blásið af eftir að VAR-dómarar komust að þeirri niðurstöðu að Alvarez hefði snert boltann tvisvar þegar hann skaut að marki. Simeone vonast til að dómarar leiksins hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir dæmdu spyrnu Alvarez ólöglega en er efins. „Dómarinn sagði að þegar Julián fór á vítapunktinn hafi hann snert boltann með fætinum sem hann stóð í en boltinn hreyfðist ekki. Ég hef aldrei séð víti þar sem VAR hefur blandað sér í málin en þeir hafa séð að hann snerti boltann. Ég vil trúa því að þeir hafi séð hann snerta boltann,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leikinn. „Sástu hann snerta boltann tvisvar? Fyrir alla muni, þið sem sáuð hann snerta boltann tvisvar, stígið fram og réttið upp hönd. Ég sé engan með höndina á lofti svo ég hef ekki meira að segja.“ Síðan Simeone tók við Atlético 2011 hefur liðið fimm sinnum verið slegið úr leik af Real Madrid í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50