Vaktin: Halla kjörin formaður VR Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:40 Halla Gunnarsdóttir er sigurvegari kosninganna um formann VR. Hún hefur setið í embættinu frá því í desember þegar hún tók við af Ragnari Þór Ingólfssyni. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Formannskjör í VR 2025 Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira